Þegar ég kláraði menntaskólann var ég komin með meir en nóg af ungum mönnum með áhuga og metnað fyrir pólitík, svokölluðum ungliðum. Þegar í háskólann var komið bættust svo fleiri fylkingar sem þessir drengir flykktust á bakvið og ekki minnkaði ógleðin hjá minni. Eitt ár erlendis kom sem ferskur andblær, þeas það var hægt að hitta unga menn sem töluðu ekki bara um pólitík. Núna vinn ég með og fyrir smákónga Íslands. Kaldhæðni er ekki orðið sem ég leita að...
Það er þörf á u-beygju, í allar áttir.