Fékk loftnet inn til mín í gær og ég gerði því lítið annað í gærkvöldi en að horfa á sjónvarpið, þar á meðal Beverly Hills 90210. Ég ætlaði ekki að komast yfir það hversu kallalegir Brandon og Dylan voru, t.d. miklu kallalegri heldur en Seth og Ryan í The O.C. eða hvað? Þannig að ég fletti þessu upp og viti menn, sá sem leikur Ryan í OC var 25 ára þegar hann byrjaði að leika unglingspiltinn á meðan 'Brandon' var bara 21. Fróðleiksmoli dagsins.
2 tímar eftir...