Er lasin eftir rólegheitahelgi. Ég sveiflaðist á milli þess að kalla færsluna 'hóst' eða 'atsjú'.
Laugardagurinn fór í að púsla inn í herbergið mitt og sunnudagurinn í eins árs afmæli í Fljótshlíðinni og svo Sigur Rós á Miklatúni um kvöldið.
Stefnan er tekin á að finna lítinn ísskáp, jafnvel notaðan, í vikunni.
Svo var ég að frétta að kaffiborð sem ég hafði augastað á sé mitt ef ég er ennþá spennt. Það er stórhættulegt að fá mig í heimsókn börnin mín, ég hirði af ykkur húsgögnin hægri vinstri!