Mér bauðst í gær að fara á fyrirlestur Gorbatsjov í Háskólabíói og ég bara ákvað að skella mér, hvenær fæ ég svona sjéns aftur?
Hann var bara hress en enn hressari var túlkurinn! Fyrsta klukkutímann sást hann ekki, það heyrðist bara í honum í hátölurunum þar sem hann var bak við tjöldin að lesa ræðuna á ensku, en í Q&A hlutanum kom hann fram á sviðið og túlkaði 'í beinni'. Ég átti bágt með mig stundum, að gleyma því að hlusta á 'hvað' hann var að segja og horfa frekar gapandi (fínt orð þegar maður gleymir hvernig 'opinmynt' er skrifað!) á blessaðan túlkinn sinna sínu starfi. Stundum var hann enn að þýða síðusta kaflann þegar Gorbi byrjaði aftur að tala og þá þurfti hann bæði að halda áfram að þýða síðustu setningar ásamt því að muna hvað Gorbi var að segja núna og snúa því svo á ensku. Virkilega impressive!
En ég get strikað út 'hlusta á Gorbatsjov' af listanum hjá mér, been there done that.
Jamm. Ég endurtek þetta bara Simon & Garfunkel sem ég sagði við þig. Mér finnst þetta einsog að mæta á Garfunkel tónleika. Raunar var ein ástæðan að ég var ekkert yfir mig spenntur að vita að þetta yrði túlkað. En þetta með túlkinn minnti mig á atriðið úr Friends þar sem rússneski túlkurinn kemur við sögu: Boutros Boutros-Ghali :)
Posted by: Ágúst | October 14, 2006 at 06:22 PM