Nýtti mér það í vikunni að vinnan býður starfsfólki upp á e-a svona ekki-verða-lasin sprautu (ég basically stekk á allt sem er í boði og kalla það launauppbót!) nema að aumingja handleggurinn á mér er ekki betri eftir! Allur stokkbólginn og rauður, mig klæjar og svo er fáránlega vont þegar ég rek hann utan í eitthvað eða einhvern (sem gerist ekki ósjaldan!). Ái. Ég held ég taki bara flensuna fram yfir þetta svei mér þá.
Í morgun keyrði ég til Keflavíkur og tilbaka, furðu hressandi.
Svo er ég búin að uppfæra óskalista á amazon.co.uk og amazon.com, svona ef ske kynni að e-r hefði áhuga.
(hinn bleiki október er liðinn svo ég er aftur orðin græn)
Comments