Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær beið mín meiri póstur en nokkurn tímann á ævinni, þökk sé Háskóla Íslands. Ég er sumsé komin á e-n póstlista nýútskrifaðra sem bankar og fleiri fyrirtæki dæla tilboðum á (man ekki eftir að hafa hakað í neinn reit á útskriftareyðublaðinu sem leyfði HÍ að selja kennitöluna mína í þessum tilgangi...urr!).
Landsbankinn vill endilega fá mig í viðtal í þeim tilgangi að kynna þjónustu sína (yfirdráttur á yfirdrátt ofan) og það hefur greinilega líka komið fram á þessum lista úr hvaða skor ég útskrifaðist því Kennaraháskólinn vill endilega fá mig í kennsluréttindanám sem "hefst í janúar 2007!" (einhvern veginn grunar mig að nýútskrifaðir lögfræðingar og læknar hafi ekki fengið það bréf :p).
Urr.
Ég myndi spyrjast fyrir um á hvaða forsendum þér er þessi póstur sendur.
Algjört prinsipmál að maður sé ekki settur automatískt á einhverja lista einsog þessa að manni óforspurðum.
Hinsvegar getur líka verið að t.d. bankarnir vinna þetta upp úr opinberum tilkynningum um hverjir (nöfn) útskrifuðust í það og það skiptið og af hvaða skori.
Hinsvegar finnst mér þetta með KHÍ bara fyndið. Ekki fékk ég svona bréf heldur þegar ég útskrifaðist sem viðskiptafræðingur :)
Posted by: Ágúst | November 16, 2006 at 03:36 PM
Ég fæ nánast aldrei svona póst. Þegar ég útskrifaðist rigndi ekki yfir mig tilboðum frá bönkum, BYKO & Húsasmiðjan sáu ekki ástæðu til að senda mér pensil eða ljótan ljóskúpul þegar ég keypti íbúðina og KHÍ hefur aldrei sent mér bréf. M.a.s. Sævar Karl er hættur að bjóða mér á for-útsölu.
Hins vegar fékk ég óþægilega jákvæð viðbrögð við umsókninni í kennsluréttindanámið í HÍ. "Ha? Ertu hagfræðingur? JÁ!"
Posted by: SverrirJ | November 17, 2006 at 12:07 AM