Ég er búin að fara í allar þrjár Skífuverslanirnir á höfuðborgarsvæðinu undanfarið í leit a- EINHVERJUM diski með Joni Mitchell án árangurs (á meðan Skífan á Laugaveginum er með 3 mismunandi diska með Jessicu Simpson og of mörg eintök af e-m diski með yngri systur hennar Ashlee!). Þetta finnst mér súrrealískt. Og á þeim nótum þá fjárfesti ég í safndiski með The Band á tæpar 800 kr í sömu verslun, sem þeir eru búnir að troða í the bargain bin.
Ég er líka að berjast við svefninn, gæti auðveldlega lagst fram á lyklaborðið og byrjað að hrjóta. Fór á miðnætursýningu á Little Miss Sunshine í gærkvöldi and I'm paying the price.
Annars er ég búin að kaupa flestar jólagjafirnar, ákveða þær sem ég er ekki búin að kaupa og búin að ákveða 'þema' fyrir pakkana í ár.
Hvernig er Little Miss Sunshine?
Posted by: SverrirJ | November 16, 2006 at 08:43 AM
Hún er mjög fín, lokaatriðið hreint út sagt óborganlegt! Þetta er svona blanda af Napoleon Dynamite og You Me and Everyone We Know finnst mér :)
Posted by: Sigga | November 16, 2006 at 09:45 AM