Gerði kannski örlítið meira þessa helgi en oft áður, skrapp í bæinn með múttu á laugardag og verslunarstíll okkar er örlítið mismunandi, á 2 tímum komumst við yfir 4 búðir og Vegamót! 2 tímar myndu nægja mér til að skoða allar þær búðir á Skólavörðustíg og Laugavegi/Bankastræti + Kolaport sem ég hef áhuga á! En það er svona, different strokes for different folks.
Í 12 tónum keypti ég mér IBM 1401 - A User´s Manual eftir Jóhann Jóhannsson og í Spúúútnik keypti ég mér svört handskjól úr kanínuskinni, nú vantar mig bara hestvagnsferð í snjónum :)
Í gærkvöldi skrapp ég svo í Háskólabíó eftir að hafa spænt um götur Reykjavíkur á fjallabíl heimilsins, VW Golf á heilsársdekkjum :p Myndin sem varð fyrir valinu var The Prestige og hún var bara mjög fín skemmtun, sérstaklega fyrir fólk sem hefur gaman af svona period dramas (þeas út af búningum o.fl.). Svo skemma Christian Bale og Hugh Jackman ekki fyrir!
Comments