Greyið Ipodinn minn er á gjörgæslu þessa dagana, batteríið neitar orðið að hlaða sig nema annað slagið og ég var eiginlega orðin úrkula vonar, hélt að ég gæti bara afskrifað tónlistina á honum (þeas allt sem ég á ekki á geisladisk). Í bjartsýniskasti í gær ákvað ég að prófa tengja hann við tölvuna og athuga hvað hann segði og viti menn! Hann tengdist tölvunni nógu lengi til að ég gæti afritað alla tónlistina :) Nú er bara að vita hvort Apple kallarnir geti ekki kysst á bágtið hjá greyinu mínu...
Comments