Fólki misleiðist í vinnunni sinni, það er staðreynd. Til að komast hjá leiðindum í stundarkorn* er hægt að finna sér ýmislegt til dundurs, svona eins og til dæmis að föndra e-ð sniðugt úr einföldum skrifstofuvörum svokölluðum; bréfaklemmum, blýöntum, strokleðrum o.s.frv.
Minnisblaðastandur (myndir koma síðar)
Efni: Ein meðalstór bréfaklemma, strokleður (amk 2 cm á breidd), e-r hringlaga hlutur með ca. 1 cm þvermál (t.d. áherslupenni) og pappír
Aðferð: Byrjið á því að rétta bréfaklemmuna alveg og beygja svo annan endann þétt nokkrum sinnum í kringum penna eða eitthvað slíkt. ATH það er ekki nauðsynlegt að formið sé hringur, bara að það sé beygt nokkuð þétt, til þess að litlir miðar og blöð festist á milli og að restin af bréfaklemmunni standi bent út frá hringnum eða forminu, þannig að bréfaklemman líti nú út eins og lítið umferðarskilti.
Klippið nú af strokleðrinu kassalaga bút, ágætis stærð er 2x2 upp á jafnvægi að gera en það má endilega prófa sig áfram með stærð og form, eins og áður.
Stingið síðan bréfaklemmunni ofan í strokleðrið og þá eru þið komin með þennan fína litla stand fyrir litla minnismiða sem annars væru sífellt að detta af tölvuskjánum ykkar eða fylla skrifborðið.
Óreyndir föndrarar ættu að hafa e-n til að aðstoða sig við að klippa og slíkt, ekki viljum við bjóða upp á vinnuslys.
*Svona þegar maður er búinn að fletta ÖLLUM upp í þjóðskrá og/eða Google sem maður þekkir, kannast við eða mætir stundum á götu...