Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær beið mín meiri póstur en nokkurn tímann á ævinni, þökk sé Háskóla Íslands. Ég er sumsé komin á e-n póstlista nýútskrifaðra sem bankar og fleiri fyrirtæki dæla tilboðum á (man ekki eftir að hafa hakað í neinn reit á útskriftareyðublaðinu sem leyfði HÍ að selja kennitöluna mína í þessum tilgangi...urr!).
Landsbankinn vill endilega fá mig í viðtal í þeim tilgangi að kynna þjónustu sína (yfirdráttur á yfirdrátt ofan) og það hefur greinilega líka komið fram á þessum lista úr hvaða skor ég útskrifaðist því Kennaraháskólinn vill endilega fá mig í kennsluréttindanám sem "hefst í janúar 2007!" (einhvern veginn grunar mig að nýútskrifaðir lögfræðingar og læknar hafi ekki fengið það bréf :p).
Urr.